Staðsetning
Hafnarfjörður
Strandgata
Vertu í hjarta miðbæjar Hafnarfjarðar – á Strandgötunni, þar sem verslanir, veitingahús og Bæjarbíó eru í innan við fimm mínútna göngufjarlægð.
Á að elda heima?
Matvöruverslanir
Fjarðarbúðin, sem er staðsett í Firði verslunarmiðstöð, býður upp á allt sem þú þarft. Í aðeins 4 mínútna göngufjarlægð er Nándin – yndisleg verslun sem býður upp á lífrænar, plastlausar vörur beint frá bóndanum. Krónan aðeins í 15 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Iceland er opið allan sólarhringinn og er í um 20 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.
út að borða?
Veitingastaðir
Það má finna fjölda frábærra veitingastaða í göngufæri frá hótelinu — þar á meðal Fjörukráin, RIF Restaurant, Krydd, Tilveran, A. Hansen, Norðurbakkann, VON, Sushitrain, Brikk, Barbara og Sydhavn.
Ertu að leita að verslunum í hverfinu?
Verslun
Hótelið er staðsett rétt fyrir ofan verslunarmiðstöðina Fjörð, þar sem þú finnur fjölbreytt úrval verslana, þjónustu eins og hraðbanka, hárgreiðslustofur og rakarastofur – allt sem þú þarft í örskots fjarlægð.
á að kíkja út á lífið?
Barir
Í hjarta bæjarins finnur þú líflega veitingastaði/bari, þar má nefna Betri stofuna, Barböru, Ahansen og Ölhúsið.
Hvernig eru almenningssamgöngurnar?
Að komast um
Fyrir utan verslunarmiðstöðina er Strætó með eina af helstu aðalskiptistöðvum Strætó, sem einfaldar ferðalag nánast hvert sem er á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess er Flugrútan stoppar við Víkingaþorpið aðeins í 4 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.
Viltu skoða náttúruna í nágrenninu?
Gönguferðir
Hafnarfjörður er fullur af fallegum gönguleiðum, þar má nefnaHelgafell fyrir stórkostlegt útsýni eða njótið friðsællar hringferðar umhverfis Hvaleyrarvatn. Strandstígurinn býður upp á afslappaða gönguferð um höfnina og gamla bæinn, fullkomin fyrir alla aldurshópa. Flestar gönguleiðir eru í stuttri aksturs- eða göngufæri frá hótelinu.
Sjá meira á vefsíðu bæjarins.


