Spurningar og svör

Hvernig þetta virkar
Sjálfsinnritun
Hjá Strand Apartments bjóðum við upp á einfalt og sveigjanlegt sjálfsinnritunarkerfi svo þú getir komið þegar þér hentar — án þess að þurfa að samræma við starfsfólk eða bíða í röð.
- Fyrir komu þína færðu tölvupóst eða SMS með ítarlegum leiðbeiningum og einstökum dyrakóða.
- Á komudegi slærðu inn kóðann á lyklaborðinu á íbúðarhurðinni til að opna hana.
- Innritun er í boði hvenær sem er eftir klukkan 15:00.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vandamál við innritun, þá er um við til taks allan sólahringinn.
Hvernig þetta virkar
Bílastæði

Það eru fullt af bílastæðum í aðeins 2–3 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Flest þeirra eru beint fyrir framan verslunarmiðstöðina Fjörð.
ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA
Innritun og útritun
Innritun er frá kl. 15:00 og útritun er fyrir kl. 11:00. Snemmbúin innritun eða síðbúin útritun er möguleg ef óskað er gegn gjaldi og er háð framboði.
Bílastæði fyrir hótelið
Það eru nóg af bílastæðum í kringum Fjörð verslunarmiðstöð þér að kostnaðarlausu. Það eru ekki sérmerkt bílastæði fyrir hótelið.
Wi-Fi
Allar íbúðir okkar eru með ókeypis háhraða Wi-Fi.
Eldhús
Allar íbúðir er með fullbúnum eldhúskrók, þar á meðal eldavél, ísskáp, ketil, örbylgjuofn og uppþvottavél ásamt grunn eldhúsáhöldum.
Þrifþjónusta
Fyrir lengri dvöl bjóðum við upp á þrif á nokkurra daga fresti gegn gjaldi. Ný handklæði og rúmföt eru alltaf í boði ef óskað er eftir því.
Matvöruverslun
Minimarket er staðsett í Firði verslunarmiðstöð, þar er fást allar nauðsynjavörur.
Það eru matvöruverslanir, kaffihús og veitingastaðir í stuttri göngufjarlægð frá hótelinu.
Hvað ef ég þarf einhverja aðstoð?
Við erum aðgengileg allan sólarhringinn ef þú hefur einhverjar spurningar eða þarft á aðstoð að halda, þú getur sent okkur skilaboð í gegnum bókunarsíðuna þar sem þú bókaðir eða á info@strandapartments.is
Morgunmatur
Strand hótel apartments bjóða ekki upp á morgunmat, en það er bakarí á 1.hæðinni í Firði verslunarmiðstöð.


