Hótelið

Upplifðu Hafnarfjörð

Ferðumst innanlands

Strand Hótel Apartments er staðsett í fallega miðbæ Hafnarfjarðar á Strandgötunni. Líflegur miðbærinn býður uppá veitingastaði, verslanir, menningarhús og ýmsar upplifanir.

Uppbygging miðbæjarins

Hafnarfjörður

Eftir margra ára undirbúning og framkvæmdir er Fjörður sem áfangastaður loksins að verða að veruleika. Framkvæmdir hófust formlega 28. nóvember 2022 og marka upphaf nýs kafla í hjarta Hafnarfjarðar. Fjörður verður mun meira en verslunarmiðstöð – hann verður líflegur áfangastaður þar sem fólk kemur saman, tengist og upplifir menningu og lífsstíl bæjarins.


Með stækkuninni mun Fjörður bjóða gestum upp á fjölbreytt úrval verslana, þjónustu og upplifana – og skapa þannig lifandi miðbæjarstemningu í hjarta Hafnarfjarðar. Nýja bókasafnið mun opna dyr sínar fyrir almenningi í maí 2026 og bæta enn frekar við líf og menningu svæðisins.

Strandgata


aftur í tímann

Sagan á bak við Strandgötu

Strandgata er ein elsta gata Hafnarfjarðar, gatan fylgdi strandlengjunni þar sem skip lögðust að bryggju og fiskveiðar blómstruðu. Á síðari hluta 20. aldar hófst landgræðsla austan við og neðan Strandgötu, sem hluti af uppbyggingu miðbæjarins. Svæðið þar sem hótelið og verslunarmiðstöðin standa nú var áður sjór.  Til heiðurs þessari sögufrægu götu er hótelið nefnt Strand Hótel Apartments.